top of page

KOLBRÚN ÝR GUNNARSDÓTTIR

Kolbrún hefur brennandi áhuga á andlegri og líkamlegri heilsu og hefur viðað að sér ýmsri þekkingu í kringum það. Hún er Hatha, Yin, Nidra, Áfalla- og streitu jógakennari, Access Bars orkumeðferðaraðili og Reikimeistari. Hún er með Dipl. master í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera andlegur einkaþjálfari og  hugleiðslu, núvitundar og öndunarkennari. Kolbrún er eigandi Lifðu betur með þér og býður upp á jóga, heilun, námskeið og fleira sem lýtur að andlegri og líkamlegri heilsu. Sjá nánar á www.lifdubeturmedther.is 

  • Facebook
  • Instagram
20221011_080513_edited.jpg
IMG_0383 3.jpg

ÞÓRUNN BIRNA ÞORVALDSDÓTTTIR

Þórunn Birna lærði ferðamála- og markaðsfræði og vann við að skipuleggja ferðir til margra ára. Hún hefur ferðast víða um Asíu og heiminn allan og finnst fátt skemmtilegra en að rata inn í ólíka menningarheima og upplifa lífið í allri sinni víðu mynd. Þórunn er Reikimeistari,  ljósmyndari, mikill fagurkeri og elskar að finna falda gimsteina hvert sem hún fer.  Hún hefur komið nokkrum sinnum til Balí og er fróð um allt það skemmtilega og fallega sem að Balí hefur uppá að bjóða

385551400_6856429561138099_4416277826286558737_n.jpg

TOBIAS KLOSE

Tobi was born and raised in Germany; he has an Icelandic wife and four children. He has a bachelor degree in computer sciences and has worked for many years in the Icelandic Tourism industry; he built & run the company DIVE.IS. Today he works as a transformational coach, guide, sound healer & Yoga Instructor.

20230503_124912.jpg

DANÍEL ÞORSTEINSSON

Danni er fjöl-hljóðfæraleikari en hann byrjaði sinn tónlistarferil sem trommu- og slagverksleikari og hefur gefið út tónlist síðan 1994. Síðustu tvo áratugi hefur Danni farið meira út í hljóðgervla og akústísk heimshljóðfæri og á tónheilun hug hans allan. Daníel er Reiki meistari og gefur hann út tónlist undir nafninu TRPTYCH. www.trptych.com

bottom of page