top of page

UM NÁMSKEIÐIN

Námskeiðin byggja á jógafræðunum & jákvæðri sálfræði

Öndun, hreyfingu, slökun, núvitund, hugleiðslu og tónheilun.

Untitled design.png

JÓGA

Jóga er upphaflega aðferð til þess að róa hugann og æfa líkamann þannig að hann geti verið í hugleiðslu en það er markmið alls jóga að kyrra hugann og koma ró á líkama og sál.

 

Æfingar í hugleiðslu og jóga hjálpa viðkomandi að róa taugakerfið sitt ásamt því að styrkja líkama sinn og róa um leið hugann með æfingum sem hafa sýnt fram á með ótal mörgum rannsóknum að hafi mjög jákvæð áhrif á huga og líkama.

 

Á námskeiðinu verður:
*Jógaflæði og hugleiðsla. Styrkur, jafnvægi, núvitund og hugleiðsla.

*Jóga Nidra er sérstök tegund af leiddri hugleiðslu og er stundum kallað jógískur svefn. Markmiðið er að róa hugann og ná djúpri slökun í líkamann.

*Yin Yoga sem er jóga fyrir bandvefinn og hugleiðsla. Langar teygjur og rólegheit, tengir saman líkama og huga í djúpri hreyfihugleiðslu.

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

Á námskeiðinu verður farið yfir inngrip jákvæðrar sálfræði og unnin verkefni út frá þeim.
Jákvæð sálfræði inngrip hafa sýnt fram á að það sé hægt að hafa áhrif á líðan fólks með því að grípa inn í líf þeirra og gefa þeim færi á að virkja jákvæðar athafnir og hugsanir með sérstökum inngripum sem þróuð voru út frá rannsóknum jákvæðu sálfræðinnar á því hvað fær fólk til að blómstra. Til þess að einstaklingar, hópar, stofnanir og meðferðaraðilar geti nýtt sér þessar kenningar og rannsóknir jákvæðrar sálfræði koma til sögunnar svokölluð jákvæð inngrip. Jákvæð inngrip eru æfingar sem geta verið árangursríkar til að auka og viðhalda hamingju og jákvæðum tilfinningum, ásamt því að draga úr þunglyndi og kvíða.


Jákvæð inngrip eru góð viðbót við önnur meðferðarform en þeim er einungis ætlað að auka við eitthvað á jákvæðan hátt eins og hugarfar, hegðun eða tilfinningar en ekki að laga eða lækna geðsjúkdóma eða það sem er ábótavant í fari fólks. Þetta eru æfingar á borð við að greina styrkleika sína og nota þá markvisst, núvitundar og hugleiðsluæfingar, hreyfing, jóga, samkennd í eigin garð og ýmsar þakklætisæfingar. Jákvæð inngrip er eitthvað sem allir ættu að geta nýtt sér til að efla sína eigin velferð og til að hjálpa öðrum.

20221019_113257.jpg

ÖNDUN OG TÓNHEILUN

Öndun. Farið verður í ýmsar öndunaræfingar sem nýtast þátttakendum í daglegu lífi til að takast á við streitu, svefnvandamál og kvíða. Ásamt því að efla orku og bæta líðan.

Tónheilun. Í tónheilun hjálpa tónarnir og tíðnin huganum að ná slökun og gefa eftir. Orkusvið líkamans umbreytist og verður til þess að streita minnkar, vinnsla hefst á krónískum verkjum og ónæmiskerfið styrkist. Hlustandinn upplifir dýpra hugleiðsluástand og slökun.

20221015_122722.jpg
bottom of page