top of page

KVENNAFERÐ TIL BALÍ 12.-20. MAÍ 2024

80598388.jpeg

DEKRAÐU VIÐ ÞIG OG KOMDU MEÐ OKKUR Í 9 DAGA ENDURNÆRANDI FERÐ TIL BALÍ

 

 

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig! Það fer enginn ósnortinn frá Balí. Eyjan býr yfir einstökum töframætti sem dregur fólk allstaðar að til að upplifa fagurgræna náttúruna, anda guðanna og síbrosandi og glaðlynda heimamenn. 

Við ætlum að iðka saman jóga, hugrækt, kynnast menningu Balíbúa ásamt ýmiskonar annarri endurnæringu fyrir líkama og sál. Við byrjum ferðina í fjallabænum Ubud sem er þekktur fyrir sín fornu hof og grænu hlíðar, umvafinn fallegum skógi, plöntudýrð og hrísgrjónaökrum. Við færum okkur svo yfir á smáeyjuna Gili Trawangan þar sem við látum dagana líða í ró við hvítar strendur og tæran sjó. Gili Trawangan er aðeins 15 km og er ein af þremur Gili eyjunum norðvestur af Lombok og þekkt fyrir sín fallegu kóralrif og túrkísbláan sjó.

         

 

JÓGA & HUGLEIÐSLA

Þú munt fara endurnærð, úthvíld og orkumikil frá þessari einstöku eyju! Við byrjum dagana á jógaflæði með góðri slökun, hugleiðslu og valdeflandi æfingum sem þú getur svo tekið með þér út í lífið. 

Í eftirmiðdaginn er svo boðið upp á endurnærandi slökunaræfingar, hugleiðslu og/eða Yoga Nidra sem færir þér kyrrð, ró og vellíðan inn í kvöldið. 

Í dýrðlega fallegu umhverfi í sveitum Ubud og við strendur Gili Trawangan, langt frá amstri hversdagsins gefum við okkur tíma og rúm til þess að slaka á og finna innri frið og ró. Við gerum núvitundaræfingar, iðkum orkujöfnun og dagbókarskrif og nærum þannig líkama, sál og huga. 

Allir jóga og hugleiðslu tímar fara fram á hótelunum sem við verðum á (á strönd) og eru fyrir byrjendur sem lengra komna. 

Það geta allir iðkað j​óga!

    SLÖKUN OG SKOÐUNARFERÐIR

Við dveljum í sveitum Ubud fyrstu 5 næturnar. Boðið verður upp á gönguferðir um bæinn, tónheilun og dagsferð með Balenískum leiðsögumanni. 

Hina dagana ertu frjáls þinna ferða og getur skoðað þig um staðinn eða notið við sundlaugarbakkann, farið í nudd eða heilun,allt eftir því hvernig dag þig langar í hverju sinni.

Frá Ubud förum við til Gili Trawangan eyjunnar þar sem við ætlum að dvelja í þrjár nætur, njóta þess sem eyjan hefur upp á að bjóða hvort sem það er að vera í slökun á ströndinni, dýfa tánum í túrkisbláan sjóinn, snorkla eða fara í hjólatúr að skoða og upplifa eyjuna.  

Balí hefur upp á margt að bjóða og við aðstoðum gjarnan við bókanir. Þú getur t.d. farið á matreiðslunámskeið og lært að elda balíneskan mat í heimahúsi. Skellt þér í spa, allskonar heilun eða sveiflað þér í rólu, hjólað um hrísgrjónakra, farið í sólarupprásar ferðir, rafting, The gate of heaven og endalaust fleira spennandi. 

 

Takmarkað pláss í ferðir, hámark 16 konur.

 

Fararstjórar í ferðinni eru Kolbrún Ýr & Þórunn Birna 

Hér að neðan getið þið lesið betur um það sem er innifalið í ferðinni

INNIFALIÐ Í FERÐ

116012152.jpeg

Hótelið okkar í Ubud

Við gistum á dásamlegu 4 stjörnu hóteli í útjaðri Ubud þar sem þú getur slakað á við sundlaugarbakkan, skellt þér í nudd eða gengið um hrísgrjónakarana

379653907.jpeg

Gistingin okkar á Gili

Við dveljum á himnesku fjagra stjörnu hóteli við ströndina á Gili með útsýni yfir túrkísbláan sjóinn 

IMG_2477 2.jpg

​Jóga og hugleiðsla

  • Daglegt morgunjóga í algjörri paradís! Jóga býður alla velkomna og er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

  • Leidd slökun seinniparts dags

IMG_2812 2.jpg

Upplifun

IMG_0227_edited_edited.jpg

Valdeflandi æfingar

IMG_2369.jpg

Fallegur matur

  • Skipulögð dagsferð með Balenískum leiðsögumanni þar sem við upplifum menningu og siði Balíbúa. 

  • Tónheilun 

  • Gönguferð um Ubud

  • bátsferð til Gili

  • Hjólatúr

  • Nudd

  • Jákvæð sálfræðiinngrip

  • Núvitund

  • Öndun

  • Orkuvinna

  • Sjálfstyrking

  • Dásamlega hollur og góður matur alla daga innifalinn alla daga ásamt  tveimur kvöldverðum og fimm hádegisverðum

MYNDIR ÚR FERÐUNUM OKKAR

bottom of page