top of page
IMG_9923_edited.jpg
About Us

BALÍ RETREAT - MAÍ 2024
VIÐ BJÓÐUM UPP A KONUFERÐ OG BLANDAÐA FERÐ

Dekraðu við þig og komdu með okkur í endurnærandi ferð til Balí

 

Ef þig langar til að rækta sjálfa þig og upplifa menningu á framandi slóðum þá er þetta svo sannarlega ferðin fyrir þig! Það fer enginn ósnortinn frá Balí. Eyjan býr yfir einstökum töframætti sem dregur fólk allstaðar að til að upplifa fagurgræna náttúruna, anda guðanna og síbrosandi og glaðlynda heimamenn. 

Við bjóðum upp á tvö námskeið á árinu þar sem við ætlum að iðka saman jóga, hugrækt, kynnast menningu Balíbúa ásamt ýmiskonar annarri endurnæringu fyrir líkama og sál. Við byrjum ferðina í fjallabænum Ubud sem er þekktur fyrir sín fornu hof og grænu hlíðar, umvafinn fallegum skógi, plöntudýrð og hrísgrjónaökrum. Við færum okkur svo yfir á smáeyjuna Gili Trawangan þar sem við látum dagana líða í ró við hvítar strendur og tæran sjó. Gili Trawangan er aðeins 15 km og er ein af þremur Gili eyjunum norðvestur af Lombok og þekkt fyrir sín fallegu kóralrif og túrkísbláan sjó.

 

Takmarkað pláss 14 konur í annað námskeiðið sem verður í maí, hitt námskeiðið verður fyrir bæði kyn og verður með aðeins öðru sniði en takmarkaður fjöldi verður 20 manns, nánari dagsetningar auglýstar síðar.

20230515_171317.jpg

JÓGA & HUGLEIÐSLA

Þú munt fara endurnærð, úthvíld og orkumikil frá þessari einstöku eyju! 

Við byrjum dagana á jógaflæði með góðri slökun, hugleiðslu og valdeflandi æfingum sem þú getur svo tekið með þér út í lífið. 

Í eftirmiðdaginn er svo boðið upp á endurnærandi slökunaræfingar, hugleiðslu og/eða Yoga Nidra sem færir þér kyrrð, ró og vellíðan inn í kvöldið. 

Í dýrðlega fallegu umhverfi í sveitum Ubud og við strendur Gili Trawangan, langt frá amstri hversdagsins gefum við okkur tíma og rúm til þess að slaka á og finna innri frið og ró. Við gerum núvitundaræfingar, iðkum orkujöfnun og dagbókarskrif og nærum þannig líkama, sál og huga. 

Allir jóga og hugleiðslu tímar fara fram á hótelunum sem við verðum á (á strönd) og eru fyrir byrjendur sem lengra komna. 

Það geta allir iðkað jóga!

IMG_0046.JPG

SLÖKUN OG SKOÐUNARFERÐIR

Við dveljum í sveitum Ubud fyrstu 5 næturnar. Boðið verður upp á gönguferðir um hrísgrjónaakra í fjallaþorpinu Ubud, balenískt nudd, tónheilun og dagsferð með Balenískum leiðsögumanni. 

Hina dagana ertu frjáls þinna ferða og getur skoðað þig um staðinn eða notið við sundlaugarbakkann, farið í nudd eða heilun,allt eftir því hvernig dag þig langar í hverju sinni.

Frá Ubud förum við til Gili Trawangan eyjunnar þar sem við ætlum að dvelja í þrjár nætur, njóta þess sem eyjan hefur upp á að bjóða hvort sem það er að vera í slökun á ströndinni, dýfa tánum í túrkisbláan sjóinn, snorkla eða fara í hjólatúr að skoða og upplifa eyjuna.  

Balí hefur upp á margt að bjóða og við aðstoðum gjarnan við bókanir. Þú getur t.d. farið á matreiðslunámskeið og lært að elda balíneskan mat í heimahúsi. Skellt þér í spa, allskonar heilun eða sveiflað þér í rólu, hjólað um hrísgrjónakra, farið í sólarupprásar ferðir, rafting, The gate of heaven og endalaust fleira spennandi.

Teachers

HITTU TEYMIÐ

kolbrún.jpeg
untitled-29.jpg
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir
Þórunn Birna Þorvaldsdóttir

Kolbrún er Hatha, Yin, Nidra og Áfalla og streitu jógakennari. Access Bars orkumeðferðaraðili og Reiki Heilari. Hún er með dipl.master í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera andlegur einkaþjálfi og verðandi hugleiðslu, núvitundar og öndunar kennari. Kolbrún er eigandi Lifðu Betur með þér og býður upp á jóga, heilun, námskeið og fleira sem lýtur að andlegri og líkamlegri heilsu.

Kolbrún hefur áður haldið retreat á Bali og þú getur lesið ummæli um þá ferð hér.

instagram: @lifdubeturmedther

www.lifdubeturmedther.is

Þórunn Birna lærði ferðamála- og markaðsfræði og vann við að skipuleggja ferðir til margra ára. Hún hefur ferðast víða um Asíu og heiminn allan og finnst fátt skemmtilegra en að rata inn í ólíka menningarheima og upplifa lífið í allri sinni víðu mynd. Þórunn er einnig ljósmyndari, mikill fagurkeri og elskar að finna falda gimsteina hvert sem hún fer. Hún hefur komið nokkrum sinnum til Balí og er fróð um allt það skemmtilega og fallega sem að Balí hefur uppá að bjóða.

Contact

HAFÐU SAMBAND

email: info@myjourney.is
​sími: 6637858 / 8645383
bottom of page