top of page

10 DAGA BLÖNDUÐ FERÐ TIL BALÍ 8.-17. SEPTEMBER 2024

untitled-48.jpg

Balí er einn af eftirsóttaverðustu áfangastöðunum fyrir þá sem langar til þess að hægja á, upplifa ævintýri innra með sér sem og töfrana sem að eru alltumlykjandi. Við höfum leitt vinsælar kvennaferðir til Bali og erum ofurspennt að bæta við þessari blönduðu ferð fyrir öll kyn 2024.  Í þessari ferð ætlum við að dekra við skynfærin, iðka jóga, hugrækt og fara í tónheilun, kynnast menningu Balíbúa og hrífandi náttúrunni. Við byrjum á því að dvelja í fjallabænum Ubud í fimm nætur en Ubud er þekktur fyrir sín fornu hof og grænu hlíðar, umvafinn fallegum skógi, plöntudýrð og hrísgrjóna ökrum. Við dveljum á dásamlegu fimm stjörnu heilsuhóteli í 5 nætur sem kúrir í útjaðri Ubud en á hótelinu er boðið upp á allskonar dekur til þess að rækta líkama og sál.  Við skellum okkur í dagsferð með Balenískum leiðsögumanni og fáum að kynnast menningu og siðum Balíbúa. Eftir himneska daga í Ubud keyrum við svo niður til Uluwata skagans þar sem við dveljum næstu fjórar nætur. Þessi syðsti skagi eyjunnar er þekktur fyrir sínar hvítu sandstrendur, dramatíska kalksteinakletta og dáleiðandi túrkísbláan sjó. Hér féll Julia Roberts kylliflöt fyrir braselíska sjarmatröllinu Javier og við erum viss um að þið eigið eftir að falla fyrir þessum einstaklega heillandi stað þar sem hægt er að upplifa fallegasta sólsetrið á Bali, njóta náttúrunnar eða rölta á milli veitingastaða og kaffihúsa. Hér gefst tími til þess að skipuleggja ferðir á eigin vegum og aðstoðum við gjarnan við það. Fyrir þá sem að vilja lengja ferðina og upplifa enn annað ævintýrið bjóðum við upp á þriggja nátta ferð til eyjunnar Gili Trawangan í um 1,5 tíma siglingu frá Balí. Gili er einstök upplifun sem við mælum svo sannalega með (sjá nánar um Gili hér neðar á síðunni)

 

JÓGA & HUGLEIÐSLA

 

Við byrjum dagana á jógaflæði með góðri slökun, hugleiðslu og valdeflandi æfingum sem þú getur svo tekið með þér út í lífið. 

Í eftirmiðdaginn er svo boðið upp á endurnærandi slökunaræfingar, hugleiðslu og/eða Yoga Nidra sem færir þér kyrrð, ró og vellíðan inn í kvöldið. 

Í dýrðlega fallegu umhverfi í sveitum Ubud og á Uluwatu skaganum, langt frá amstri hversdagsins gefum við okkur tíma og rúm til þess að slaka á og finna innri frið og ró. Við gerum núvitundaræfingar, iðkum orkujöfnun og dagbókarskrif og nærum þannig líkama, sál og huga. 

Allir jóga og hugleiðslu tímar fara fram á hótelunum sem við verðum á og eru fyrir byrjendur sem lengra komna. 

 Það geta allir iðkað j​óga!

 

Hér að neðan getið þið lesið betur um það sem er innifalið í ferðinni

INNIFALIÐ Í FERÐ

untitled-45.jpg

Hótelið okkar í Ubud

Hótelið okkar í Ubud er 5 stjörnu heilsuhótel sem kúrir í útjaðri Ubud.  Hér er svo sannalega hægt að dekra við öll skynfæri, skella sé í nudd, jóga og hugleiðslutíma eða slakað á við laugina.

Á hótelinu er boðið uppá ljúffengan og ferskan mat úr plöntturíkinu þar sem áhersla er lögð á ferskleika og sjálfbærni

untitled-5.jpg

Gisting í Uluwatu

í Uluwatu dveljum við á dásamlegum gististað sem við verðum með alveg útaf fyrir okkur með sundlaug og jógasal. Stutt er á ströndina, í verslanir og veitingasstaði

IMG_2477 2.jpg

​Jóga og hugleiðsla 

  • Daglegt morgunjóga í algjörri paradís! Jóga býður alla velkomna og er fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna

  • Leidd slökun seinniparts dags

IMG_2812 2.jpg
IMG_0227_edited_edited.jpg
IMG_2369.jpg

Upplifun

  • Skipulögð dagsferð með Balenískum leiðsögumanni þar sem við upplifum menningu og siði Balíbúa. 

  • Tónheilun 

  • Heimókn til handverksfólks

Valdeflandi æfingar

  • Jákvæð sálfræðiinngrip

  • Núvitund

  • Öndun

  • Orkuvinna

  • Sjálfstyrking

Fallegur matur

  • Dásamlega hollur og góður matur alla daga. Innifalið er morgunverður úr jurtaríkinu alla daga, 2 kvöldverðir og 7 hádegisverðir

BÆTTU VIÐ ÞREMUR NÓTTUM Á GILI TRAWANGAN

Fyrir þá sem að vilja lengja ferðina og upplifa enn annað ævintýrið bjóðum við upp á þriggja nátta ferð til Gili Trawangan eyjunnar í um 1,5 tíma siglingu frá Balí. Gili er ein af þremur Gili eyjunum norðvestur af Lombok og þekkt fyrir sín fallegu kóralrif, tæran sjó og snorkl með risaskjaldbökum. Á eyjunni eru engin rafknúin ökutæki og dagarnir líða áfram í hægum takti og algjörri afslöppun. Gili er einstök upplifun sem við mælum svo sannalega með. Athugið að ekki er boðið uppá fararstjórn né námskeið á Gili. 

FÓLKIÐ

Við aðstoðum við undirbúning á ferð og sjáum um fararstjórn á Balí

20221011_080513_edited.jpg

Kolbrún Ýr Gunnarsdótttir

  • Kennsla á námskeiðinu

  • Fararstjórn

IMG_0383 3.jpg

Þórunn Birna Þorvaldsdóttir

  • Bókanir

  • Fararstjórn

385551400_6856429561138099_4416277826286558737_n.jpg

Tobias Klose 

  • Tónheilun

20230503_124912.jpg

Daniel Þorsteinsson

  • ​Tónheilun

bottom of page